Íslenski boltinn

„Allt er þegar þrennt er“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nik gerði liðið að Íslandsmeisturum síðasta haust.
Nik gerði liðið að Íslandsmeisturum síðasta haust.

„Ég er bara að hugsa um eitt núna og það er að vinna bikarinn,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Síðan átta um kvöldið á þriðjudaginn þegar við mættum Víkingum hefur okkar einbeiting algjörlega verið á þessum leik,“ segir Nik en Blikar eru í efsta sæti Bestudeildarinnar en FH í 2. sæti. Það má því gera ráð fyrir góðum leik á morgun.

„Bæði lið hafa unnið hvort annað og þetta eru orkumikil lið. Ég býst því við spennandi leik og mikilli sýningu.“

Hann segist nálgast leikinn á morgun eins og hvern annan leik.

„Ég er ekki að breyta neinu. En þetta hefur verið erfiður leikur fyrir félagið undanfarið og einni fyrir mig persónulega. En allt er þegar þrennt er.“

Blikar hafa leikið til úrslita fimm ár í röð. En síðustu þrjú skipti hafa þessi leikir tapast.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Allt er þegar þrennt er“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×