Íslenski boltinn

Allar til­finningarnar í gangi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðni er þjálfari FH.
Guðni er þjálfari FH.

„Maður er bara auðmjúkur, ánægður, tilhlökkun og spenntur og maður er að upplifa allar tilfinningarnar, en að sama skapi einbeittur á verkefnið,“ segir Guðni Eiríksson þjálfari FH sem mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu klukkan fjögur á Laugardalsvelli á morgun.

FH hefur aldrei leikið til úrslita kvennamegin.

„Það er bara mikil gleði fyrir klúbbinn að taka þátt í þessu á laugardaginn með okkar stuðningsmönnum,“ segir Guðni en margir telja Blikana sigurstranglegri fyrir leikinn, en er það jafnvel eitthvað sem FH getur nýtt sér?

„Við höfum aldrei verið í þessari stöðu áður en á móti er Breiðablik nánast árlega hér. Við þurfum að halda spennustiginu réttu og mæti með gott plan og spila okkar leik fyrst og fremst og þá getur þetta farið á okkar veg,“ segi Guðni en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: Allar tilfinningarnar í gangi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×