Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:13 DAníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm. Vísir/Vilhelm Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því. Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum. Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum.
Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16