Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir skrifa 15. ágúst 2025 18:01 Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Ferðaþjónusta Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun