„Maður er búinn að vera á nálum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Arnar Jónmundsson, framleiðandi enska boltans á Sýn Sport. Vísir/VPE Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið. Ljóst varð snemmárs að enski boltinn, af mörgum talin þjóðaríþrótt Íslendinga, yrði sýndur á Sýn Sport eftir þónokkura ára fjarveru hans af stöðinni. Um er að ræða dýrasta sjónvarpsrétt landsins og miklar kröfur sem fylgja umfjöllun að utan. Því þarf að vanda til verka, líkt og Arnar Jónmundsson, yfirframleiðandi verkefnisins hefur kynnst. „Stórt verkefni, margt fram undan og margt búið að gerast síðustu mánuði. Við byrjum stóra undirbúninginn í mars/apríl. Maður er búinn að vera á nálum,“ segir Arnar í Sportpakkanum á Sýn. „Mjög mikil vinna. Ein mesta vinnan hefur farið í að gera þetta nýja stúdíó. Að reyna að breyta ásýnd okkar, hvernig við sýnum okkar þætti, að stækka okkur og þetta er hluti af því.“ Mikið verður lagt í þáttagerð í kringum boltann, sem hófst með upphitunarþætti fyrir tímabilið í gær. Fyrsta umferðin hefst svo í kvöld með leik Liverpool og Bournemouth en umferðin verður gerð upp í Sunnudagsmessunni í helgarlok. Auk Messunnar verða VARsjáin, Big Ben með Gumma Ben og Doc Zone með Hjörvari Hafliðasyni á dagskrá. „Ég er spenntastur fyrir Doc Zone og það eru það allir. Við sjáum hvernig fólk er að horfa á íþróttir og hvernig það breytist. Við sjáum þetta gerast í NFL, hvernig er horft í Red Zone þar. Fólk vill horfa á allt á sama tíma og vera líka í umræðunni,“ segir Arnar. Taugarnar eru þá ekki minni hjá pródúsentum fyrir stórar útsendingar líkt og hjá fótboltamönnum fyrir stóra leiki. „Algjörlega. Taugarnar eru þandar. Ég er með fyrirtæki á bakinu,“ segir Arnar léttur. „Það mikilvægasta í þessu er að vinna sem heild, við vinnum líka sem fótboltalið. Ef allir eru að gera sitt, allir eru á tánum, allir vinir og vinna saman þá verður þetta bara flott.“ Enski boltinn fer af stað í kvöld þegar Liverpool og Bournemouth mætast klukkan 19:00. Arnar mun stýra útsendingu í kringum leikinn en upphitun hefst klukkan 18:30 á Sýn Sport. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Fótbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Ljóst varð snemmárs að enski boltinn, af mörgum talin þjóðaríþrótt Íslendinga, yrði sýndur á Sýn Sport eftir þónokkura ára fjarveru hans af stöðinni. Um er að ræða dýrasta sjónvarpsrétt landsins og miklar kröfur sem fylgja umfjöllun að utan. Því þarf að vanda til verka, líkt og Arnar Jónmundsson, yfirframleiðandi verkefnisins hefur kynnst. „Stórt verkefni, margt fram undan og margt búið að gerast síðustu mánuði. Við byrjum stóra undirbúninginn í mars/apríl. Maður er búinn að vera á nálum,“ segir Arnar í Sportpakkanum á Sýn. „Mjög mikil vinna. Ein mesta vinnan hefur farið í að gera þetta nýja stúdíó. Að reyna að breyta ásýnd okkar, hvernig við sýnum okkar þætti, að stækka okkur og þetta er hluti af því.“ Mikið verður lagt í þáttagerð í kringum boltann, sem hófst með upphitunarþætti fyrir tímabilið í gær. Fyrsta umferðin hefst svo í kvöld með leik Liverpool og Bournemouth en umferðin verður gerð upp í Sunnudagsmessunni í helgarlok. Auk Messunnar verða VARsjáin, Big Ben með Gumma Ben og Doc Zone með Hjörvari Hafliðasyni á dagskrá. „Ég er spenntastur fyrir Doc Zone og það eru það allir. Við sjáum hvernig fólk er að horfa á íþróttir og hvernig það breytist. Við sjáum þetta gerast í NFL, hvernig er horft í Red Zone þar. Fólk vill horfa á allt á sama tíma og vera líka í umræðunni,“ segir Arnar. Taugarnar eru þá ekki minni hjá pródúsentum fyrir stórar útsendingar líkt og hjá fótboltamönnum fyrir stóra leiki. „Algjörlega. Taugarnar eru þandar. Ég er með fyrirtæki á bakinu,“ segir Arnar léttur. „Það mikilvægasta í þessu er að vinna sem heild, við vinnum líka sem fótboltalið. Ef allir eru að gera sitt, allir eru á tánum, allir vinir og vinna saman þá verður þetta bara flott.“ Enski boltinn fer af stað í kvöld þegar Liverpool og Bournemouth mætast klukkan 19:00. Arnar mun stýra útsendingu í kringum leikinn en upphitun hefst klukkan 18:30 á Sýn Sport.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Fótbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira