Innlent

Þrír hand­teknir grunaðir um að hafa rænt mann

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Málið er í rannsókn.

Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar voru þau fjölbreytt, þótt litlar upplýsingar séu að finna um einstaka mál. 

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í miðborginni, mann sem lét öllum illum látum á bar og um óvelkomin einstakling inni á stigagangi. Þá var tilkynnt um mann sem var að ógna nágranna sínum í umdæminu Kópavogur/Breiðholt, um skemmdarverk á vinnuvél og þjófnað á léttu bifhjóli.

Í umdæminu Grafarvogur/Mosfellsbær/Árbær var tilkynnt um samkvæmishávaða og grjótkast frá vörubíl.

Lögregla sinnti einnig ýmsum verkefnum í umferðinni og stöðvaði meðal annars nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur og akstur undir áhrifum.

Þá var tilkynnt um tvo árekstra, annars vegar á milli reiðhjóls og létt bifhjóls við undirgöng og hins vegar milli rafhlaupahjóls og reiðhjóls á göngustíg. Ökumaður rafhlaupahjólsins er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×