„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 19:16 Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir málið grafalvarlegt. Vísir/Einar Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur fór í nótt ásamt fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins í Haukadalsá í Dalabyggð að veiða strokulaxa. Það var eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum af löxum sem veiðst höfðu í ánni, sem báru augljós merki þess að vera eldislaxar. Þrír slíkir laxar veiddust í nótt og hafa sýni verið send til rannsóknar. „Það er á vettvangi núna eftirlitsmaður til að skoða umfangið, skoða hvort fiska er þar að finna,“ sagði Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vænta norsku kafaranna á mánudag Síðdegis bárust svo fréttir frá eftirlitsmanninum, sem skoðaði veiðistaði í Haukadalsá með dróna. Hann taldi um fimmtíu eldislaxa við árósana og eftir að hafa myndað tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni, alla í neðri hluta árinnar, hafði hann talið um hundrað eldislaxa. Guðni sagði svo í samtali við fréttastofu síðdegis að ef rétt reynist hafi aldrei eins margir eldislaxar fundist í einu veiðivatni á Íslandi. Beita þurfi öllum leiðum til að fanga laxana, bæði nýta krafta veiðimanna í ánni, leggja gildrur og fá kafara hingað til lands frá Noregi. Þeirra megi vænta í fyrsta lagi á mánudagsmorgun. Líta málið grafalvarlegum augum Tilkynning barst frá MAST klukkan fimm um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og vísbendingar séu um að gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma án þess að það hafi verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Fram kemur að stofnunin líti málið alvarlegum augum og hafin sé rannsókn. Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu í dag. Eldiskvíar Arctic Fish á Haukadalsbót í Dýrafirði. Mýrafell í baksýn.KMU „Það er gríðarlega alvarlegur atburður að það greinist gat á kví sem hefur ekki verið tilkynnt um og að gatið hafi verið í einhvern tíma. Við erum að rannsaka málið og þurfum að fá erfðagreiningu á fiskunum sem fundust í Haukadalsá. Það þarf að staðfesta eða afsanna hvort þetta séu laxar frá Arcitc Sea Farm,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Bíða niðurstöðu erfðarannsóknar Þegar risaslysaslepping varð fyrir tveimur árum síðan, þegar fjölmargir eldislaxar fundust í ám á Norðurlandi og nýta þurfti liðsinni norsku kafaranna, reyndust laxarnir koma úr kvíum Arctic Sea Farm. Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa nú stefnt bæði Arctic Sea Farm og íslenska ríkinu vegna málsins. Sýni úr fiskunum, sem veiddust í nótt, eru nú til erfðarannsókar. Niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort um eldislax sé raunverulega að ræða og þá úr hvaða kvíum þeir koma. Hrönn segir að þessum rannsóknum verði flýtt. „Bæði það að það hafi komið gat á kví, sem hefur ekki verið tilkynnt um, og að það sé að finnast meintur eldislax í á, á Íslandi - þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir. Hvort þetta tengist viljum við vera alveg hundrað prósent viss um áður en við förum að tjá okkur. Atburðirnir eru nálægt hvor öðrum í tíma en við viljum vera algjörlega örugg að við séum að rekja upprunann á réttan stað.“ Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 17:18 Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 14. ágúst 2025 17:02 Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur fór í nótt ásamt fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins í Haukadalsá í Dalabyggð að veiða strokulaxa. Það var eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum af löxum sem veiðst höfðu í ánni, sem báru augljós merki þess að vera eldislaxar. Þrír slíkir laxar veiddust í nótt og hafa sýni verið send til rannsóknar. „Það er á vettvangi núna eftirlitsmaður til að skoða umfangið, skoða hvort fiska er þar að finna,“ sagði Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vænta norsku kafaranna á mánudag Síðdegis bárust svo fréttir frá eftirlitsmanninum, sem skoðaði veiðistaði í Haukadalsá með dróna. Hann taldi um fimmtíu eldislaxa við árósana og eftir að hafa myndað tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni, alla í neðri hluta árinnar, hafði hann talið um hundrað eldislaxa. Guðni sagði svo í samtali við fréttastofu síðdegis að ef rétt reynist hafi aldrei eins margir eldislaxar fundist í einu veiðivatni á Íslandi. Beita þurfi öllum leiðum til að fanga laxana, bæði nýta krafta veiðimanna í ánni, leggja gildrur og fá kafara hingað til lands frá Noregi. Þeirra megi vænta í fyrsta lagi á mánudagsmorgun. Líta málið grafalvarlegum augum Tilkynning barst frá MAST klukkan fimm um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og vísbendingar séu um að gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma án þess að það hafi verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Fram kemur að stofnunin líti málið alvarlegum augum og hafin sé rannsókn. Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu í dag. Eldiskvíar Arctic Fish á Haukadalsbót í Dýrafirði. Mýrafell í baksýn.KMU „Það er gríðarlega alvarlegur atburður að það greinist gat á kví sem hefur ekki verið tilkynnt um og að gatið hafi verið í einhvern tíma. Við erum að rannsaka málið og þurfum að fá erfðagreiningu á fiskunum sem fundust í Haukadalsá. Það þarf að staðfesta eða afsanna hvort þetta séu laxar frá Arcitc Sea Farm,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Bíða niðurstöðu erfðarannsóknar Þegar risaslysaslepping varð fyrir tveimur árum síðan, þegar fjölmargir eldislaxar fundust í ám á Norðurlandi og nýta þurfti liðsinni norsku kafaranna, reyndust laxarnir koma úr kvíum Arctic Sea Farm. Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa nú stefnt bæði Arctic Sea Farm og íslenska ríkinu vegna málsins. Sýni úr fiskunum, sem veiddust í nótt, eru nú til erfðarannsókar. Niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort um eldislax sé raunverulega að ræða og þá úr hvaða kvíum þeir koma. Hrönn segir að þessum rannsóknum verði flýtt. „Bæði það að það hafi komið gat á kví, sem hefur ekki verið tilkynnt um, og að það sé að finnast meintur eldislax í á, á Íslandi - þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir. Hvort þetta tengist viljum við vera alveg hundrað prósent viss um áður en við förum að tjá okkur. Atburðirnir eru nálægt hvor öðrum í tíma en við viljum vera algjörlega örugg að við séum að rekja upprunann á réttan stað.“
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 17:18 Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 14. ágúst 2025 17:02 Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 17:18
Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 14. ágúst 2025 17:02
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði