Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 20:49 Tundurspillirinn USS Higgins nærri Scarborough-rifi í Suður-Kínahafi. AP/Strandgæsla Filippseyja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025 Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025
Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira