Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:15 Það eru engin tíðindi að fasismi ríki í Ísrael og í Rússlandi, en á undanförnum árum hefur hann ruðst fram þar um slóðir með óvenju miklum grimmdarverkum, jafnvel þjóðarmorði eins og er að gerast á Gaza. Og það sem er nýtt er það að Bandaríkin eru smám saman að breytast í fasistaríki sem minnir á Þýskaland Hitlers. Fólk af erlendum uppruna er lokað inni í fangabúðum í anda útrýmingarbúða nasista. Trump hefur komið sér upp sínum einkaher sem getur handtekið hvern sem er eftir geðþótta og án dóms og laga. Alveg frá því að Trump kom fram á sjónarsviðið hefur hann ýtt undir dýrkun á sjálfum sér og áhangendur hans tilbiðja hann á svipaðan hátt og mannfjöldinn sem réttir upp hendur í Hitlerskveðju á gömlum myndum frá Þýskalandi 4. áratugarins. Nýjasta tilskipun hans er fullkomlega í anda Hitlers: burt með heimilislaust fólk af götum Washington-borgar svo að fína fólkið þurfi ekki að sjá það. Þannig lét Hitler einmitt setja heimilislaust fólk, geðsjúklinga og fátæklinga í þúsundatali í fangabúðir árið 1938. Það er ótrúlegt að mannkynið skuli ekki hafa lært meira af hryllingi fasisma og nasisma á Hitlers-tímanum en svo að það kokgleypi nú aftur við sama boðskap. Og það er óhugnanlegt að einnig hér á Íslandi, þar sem við erum þó enn svo lánsöm að búa við lýðræði og almenn mannréttindi, eru sumir menn stórhrifnir af fasistaleiðtoganum Trump. Hverjir eru það hér sem helst hallast að fasisma? Það er nokkuð athyglisvert að það virðast einkum vera menn sem kenna sig við frelsi, svonefndir frjálshyggjumenn. Í Viðskiptamogganum sem fylgdi Morgunblaðinu 6. ágúst skrifar Ásgeir Ingvarsson grein þar sem hann spyr: „Getur það verið að „ofurlýðræði“ sé orðið að alvarlegu vandamáli á Vesturlöndum?“ Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu. Í greininni segir hann að stórar framkvæmdir, eins og til dæmis virkjanir og kjarnorkuver, taki of langan tíma í vestrænum lýðræðisríkjum, því að þar sé alltof mikið af reglum og þurfi að gæta að hagsmunum „ólíklegustu hópa“. Það verst sé að þetta færi fólki, sem kærir sig ekki um tilteknar framkvæmdir, vopnin upp í hendurnar. Það megi nefnilega „kæra, kvarta og áfrýja“ og valda þannig „endalaustum töfum og ómældu tjóni“. Í löndum eins og Japan, Suður-Kóreu og Kína taki bygging kjarnorkuvera miklu styttri tíma en í vestrænum lýðræðisríkjum. Eins og sjá má gefur Ásgeir sér það að framkvæmdir eins og virkjanir og kjarnorkuver séu alltaf jákvæðar. Hagsmunir „ólíklegustu hópa“, eins og til dæmis fólks sem neytt er til að flytja frá heimilum sínum þegar virkjað er, skipta þá líklega engu máli og best að taka ekkert tillit til þeirra – svo ekki sé nú talað um mál eins og öryggi mannvirkisins eða áhrif þess á náttúru, nú eða bann við því að þrælar séu notaðir við vinnuna. Ásgeir fer út frá þessu að halda því fram að miðstýring og skrifræði þrengi æ meir að „einstaklingnum og atvinnulífinu“ í lýðræðisríkjum. Hann segir: „Á flandri mínu um heiminn hef ég oft upplifað að ég get verið frjálsari og notið miklu betri lífskjara í löndum þar sem stjórnarfarið er ekkert lýðræðislegt.“ Þar kom það, harðstjórnin heillar ef maður er í náðinni hjá harðstjóranum. Já, vafalaust getur Ásgeir „notið miklu betri lífskjara“ í löndum þar sem einræði ríkir og mannréttindi eru fótum troðin, ef hann passar sig bara að loka augunum fyrir ofsóknum á fólki sem ekki er jafn heppið og hann sjálfur. Í samræmi við það lýkur hann pistli sínum með því að segja að sumir vildu vafalaust búa í landi þar sem „pólitískt frelsi væri fótum troðið og bannað að segja nokkuð neikvætt um leiðtogastéttina, svo fremi sem sköttum væri stillt í hóf“. Með öðrum orðum: mannréttindi skipta litlu máli svo framarlega sem hinir ríku geta orðið sem ríkastir. Ekki í fyrsta skipti sem það kemur fram í málflutningi frjálshyggjumanna að eina frelsið sem þeir vilja í raun og veru berjast fyrir er frelsi hinna ríku til að græða. Annar frjálshyggjumaður sem er stórhrifinn af Donald Trump er Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hannes hneykslaðist á sínum tíma mikið á mannréttindabrotum kommúnista, en ekki virðist hann sjá neitt athugavert við það að Trump setji fólk án réttarhalda í fangabúðir þar sem aðstæður jafngilda pyntingum. Og ritstjórar Morgunblaðsins hafa margsinnis mært Trump í leiðurum og Reykjavíkurbréfum blaðsins. Sem betur fer á Trump ekki marga aðdáendur hér á landi, en það hefur valdið mér óhug að sjá hve margir þeir eru samt. Það hefur valdið mér enn meiri óhug að sjá hve margir Íslendingar verja þjóðarmorðið á Gaza og hvetja jafnvel til þess að allir Palestínumenn – eða allir múslimar – séu drepnir. Hvern hefði þetta fólk stutt í Þýskalandi Hitlers? Hvern hefði það stutt ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland á stríðsárunum og ofsótt fólk hér á sama hátt og í öðrum löndum sem þeir náðu valdi á? Viljum við hlusta á málflutning þessara manna? Viljum við láta þá sannfæra okkur um að fasismi sé betri en lýðræði, harðstjórn betri en mannréttindi, grimmd betri en mannúð? Höfundur er rithöfundur og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það eru engin tíðindi að fasismi ríki í Ísrael og í Rússlandi, en á undanförnum árum hefur hann ruðst fram þar um slóðir með óvenju miklum grimmdarverkum, jafnvel þjóðarmorði eins og er að gerast á Gaza. Og það sem er nýtt er það að Bandaríkin eru smám saman að breytast í fasistaríki sem minnir á Þýskaland Hitlers. Fólk af erlendum uppruna er lokað inni í fangabúðum í anda útrýmingarbúða nasista. Trump hefur komið sér upp sínum einkaher sem getur handtekið hvern sem er eftir geðþótta og án dóms og laga. Alveg frá því að Trump kom fram á sjónarsviðið hefur hann ýtt undir dýrkun á sjálfum sér og áhangendur hans tilbiðja hann á svipaðan hátt og mannfjöldinn sem réttir upp hendur í Hitlerskveðju á gömlum myndum frá Þýskalandi 4. áratugarins. Nýjasta tilskipun hans er fullkomlega í anda Hitlers: burt með heimilislaust fólk af götum Washington-borgar svo að fína fólkið þurfi ekki að sjá það. Þannig lét Hitler einmitt setja heimilislaust fólk, geðsjúklinga og fátæklinga í þúsundatali í fangabúðir árið 1938. Það er ótrúlegt að mannkynið skuli ekki hafa lært meira af hryllingi fasisma og nasisma á Hitlers-tímanum en svo að það kokgleypi nú aftur við sama boðskap. Og það er óhugnanlegt að einnig hér á Íslandi, þar sem við erum þó enn svo lánsöm að búa við lýðræði og almenn mannréttindi, eru sumir menn stórhrifnir af fasistaleiðtoganum Trump. Hverjir eru það hér sem helst hallast að fasisma? Það er nokkuð athyglisvert að það virðast einkum vera menn sem kenna sig við frelsi, svonefndir frjálshyggjumenn. Í Viðskiptamogganum sem fylgdi Morgunblaðinu 6. ágúst skrifar Ásgeir Ingvarsson grein þar sem hann spyr: „Getur það verið að „ofurlýðræði“ sé orðið að alvarlegu vandamáli á Vesturlöndum?“ Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu. Í greininni segir hann að stórar framkvæmdir, eins og til dæmis virkjanir og kjarnorkuver, taki of langan tíma í vestrænum lýðræðisríkjum, því að þar sé alltof mikið af reglum og þurfi að gæta að hagsmunum „ólíklegustu hópa“. Það verst sé að þetta færi fólki, sem kærir sig ekki um tilteknar framkvæmdir, vopnin upp í hendurnar. Það megi nefnilega „kæra, kvarta og áfrýja“ og valda þannig „endalaustum töfum og ómældu tjóni“. Í löndum eins og Japan, Suður-Kóreu og Kína taki bygging kjarnorkuvera miklu styttri tíma en í vestrænum lýðræðisríkjum. Eins og sjá má gefur Ásgeir sér það að framkvæmdir eins og virkjanir og kjarnorkuver séu alltaf jákvæðar. Hagsmunir „ólíklegustu hópa“, eins og til dæmis fólks sem neytt er til að flytja frá heimilum sínum þegar virkjað er, skipta þá líklega engu máli og best að taka ekkert tillit til þeirra – svo ekki sé nú talað um mál eins og öryggi mannvirkisins eða áhrif þess á náttúru, nú eða bann við því að þrælar séu notaðir við vinnuna. Ásgeir fer út frá þessu að halda því fram að miðstýring og skrifræði þrengi æ meir að „einstaklingnum og atvinnulífinu“ í lýðræðisríkjum. Hann segir: „Á flandri mínu um heiminn hef ég oft upplifað að ég get verið frjálsari og notið miklu betri lífskjara í löndum þar sem stjórnarfarið er ekkert lýðræðislegt.“ Þar kom það, harðstjórnin heillar ef maður er í náðinni hjá harðstjóranum. Já, vafalaust getur Ásgeir „notið miklu betri lífskjara“ í löndum þar sem einræði ríkir og mannréttindi eru fótum troðin, ef hann passar sig bara að loka augunum fyrir ofsóknum á fólki sem ekki er jafn heppið og hann sjálfur. Í samræmi við það lýkur hann pistli sínum með því að segja að sumir vildu vafalaust búa í landi þar sem „pólitískt frelsi væri fótum troðið og bannað að segja nokkuð neikvætt um leiðtogastéttina, svo fremi sem sköttum væri stillt í hóf“. Með öðrum orðum: mannréttindi skipta litlu máli svo framarlega sem hinir ríku geta orðið sem ríkastir. Ekki í fyrsta skipti sem það kemur fram í málflutningi frjálshyggjumanna að eina frelsið sem þeir vilja í raun og veru berjast fyrir er frelsi hinna ríku til að græða. Annar frjálshyggjumaður sem er stórhrifinn af Donald Trump er Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hannes hneykslaðist á sínum tíma mikið á mannréttindabrotum kommúnista, en ekki virðist hann sjá neitt athugavert við það að Trump setji fólk án réttarhalda í fangabúðir þar sem aðstæður jafngilda pyntingum. Og ritstjórar Morgunblaðsins hafa margsinnis mært Trump í leiðurum og Reykjavíkurbréfum blaðsins. Sem betur fer á Trump ekki marga aðdáendur hér á landi, en það hefur valdið mér óhug að sjá hve margir þeir eru samt. Það hefur valdið mér enn meiri óhug að sjá hve margir Íslendingar verja þjóðarmorðið á Gaza og hvetja jafnvel til þess að allir Palestínumenn – eða allir múslimar – séu drepnir. Hvern hefði þetta fólk stutt í Þýskalandi Hitlers? Hvern hefði það stutt ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland á stríðsárunum og ofsótt fólk hér á sama hátt og í öðrum löndum sem þeir náðu valdi á? Viljum við hlusta á málflutning þessara manna? Viljum við láta þá sannfæra okkur um að fasismi sé betri en lýðræði, harðstjórn betri en mannréttindi, grimmd betri en mannúð? Höfundur er rithöfundur og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar