Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Aitana Bonmatí, besti leikmaður heims síðustu tvö ár, svekkir sig eftir tap Barcelona liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. EPA/JOSE SENA GOULAO Kvennalið Barcelona hefur lengið verið í hópi allra bestu liða Evrópu en karlarnir í forystu hjá Barcelona eru alveg tilbúnir að fórna konunum til að leysa fjárhagsvandræði karlaliðsins. Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib) Spænski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib)
Spænski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira