Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Aitana Bonmatí, besti leikmaður heims síðustu tvö ár, svekkir sig eftir tap Barcelona liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. EPA/JOSE SENA GOULAO Kvennalið Barcelona hefur lengið verið í hópi allra bestu liða Evrópu en karlarnir í forystu hjá Barcelona eru alveg tilbúnir að fórna konunum til að leysa fjárhagsvandræði karlaliðsins. Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib) Spænski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira
Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib)
Spænski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Sjá meira