Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:03 Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Bílastæði Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun