Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 13:51 Meðlimir þjóðvarðaliðs Bandaríkjanna eru mættir til Washington DC, þar sem þeir eiga að sinna löggæslu. AP/Julia Demaree Nikhinson Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“