Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Kristján Már Unnarsson skrifar 12. ágúst 2025 13:50 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra byrjar í dag fundaferð um samgöngumál og önnur málefni sem heyra undir ráðuneyti hans. Vísir/Anton Brink Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að tilgangur fundanna sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Stefnt sé að því að leggja fram samgönguáætlun á Alþingi síðar í haust og því gefist íbúum tækifæri núna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra. Fundirnir eru opnir öllum en mælst til þess að áhugasamir skrái sig á einstaka fundi á heimasíðu ráðuneytisins. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis, boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað og gert ráð fyrir að hver þeirra standi yfir í eina og hálfa klukkustund. Allir fundir hefjast klukkan 16:30 nema sá á Akureyri í dag en sá fundur hefst klukkan 16:45 á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA. Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Gerð jarðganga hefur síðan legið niðri á Íslandi. Áhugavert verður að heyra hvort og hvenær innviðaráðherra sér fyrir sér að rjúfa jarðgangastoppið og hvaða göng hann vill að verði næst í röðinni.Vegagerðin Næsti fundur verður í Borgarnesi á morgun, miðvikudag 13. ágúst. Ráðherrann fundar síðan í Reykjanebæ mánudaginn 18. ágúst, á Ísafirði 19. ágúst, á Selfossi 20. ágúst, á Blönduósi 25. ágúst, á Egilsstöðum 26. ágúst og loks heldur hann innviðaþing í Reykjavík fimmtudaginn 28. ágúst. Innviðaþingið verður á Hilton Reykjavík Nordica. Það hefst klukkan 9 um morguninn og áætlað að því ljúki klukkan 16. Innviðaráðuneytið segir að þar verði sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þar á meðal fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra. Fjallað var um væntanlega samgönguáæltun í þessari frétt Sýnar fyrir tveimur vikum: Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að tilgangur fundanna sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Stefnt sé að því að leggja fram samgönguáætlun á Alþingi síðar í haust og því gefist íbúum tækifæri núna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra. Fundirnir eru opnir öllum en mælst til þess að áhugasamir skrái sig á einstaka fundi á heimasíðu ráðuneytisins. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis, boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað og gert ráð fyrir að hver þeirra standi yfir í eina og hálfa klukkustund. Allir fundir hefjast klukkan 16:30 nema sá á Akureyri í dag en sá fundur hefst klukkan 16:45 á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA. Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Gerð jarðganga hefur síðan legið niðri á Íslandi. Áhugavert verður að heyra hvort og hvenær innviðaráðherra sér fyrir sér að rjúfa jarðgangastoppið og hvaða göng hann vill að verði næst í röðinni.Vegagerðin Næsti fundur verður í Borgarnesi á morgun, miðvikudag 13. ágúst. Ráðherrann fundar síðan í Reykjanebæ mánudaginn 18. ágúst, á Ísafirði 19. ágúst, á Selfossi 20. ágúst, á Blönduósi 25. ágúst, á Egilsstöðum 26. ágúst og loks heldur hann innviðaþing í Reykjavík fimmtudaginn 28. ágúst. Innviðaþingið verður á Hilton Reykjavík Nordica. Það hefst klukkan 9 um morguninn og áætlað að því ljúki klukkan 16. Innviðaráðuneytið segir að þar verði sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þar á meðal fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra. Fjallað var um væntanlega samgönguáæltun í þessari frétt Sýnar fyrir tveimur vikum:
Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21