Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar 12. ágúst 2025 09:00 Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun