Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 22:07 Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum fór yfir stöðuna vestanhafs í kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir ákvörðun Trump um að kalla út þjóðvarðlið til höfuðborgarinnar mjög óvenjulega og valdabrölt að mörgu leyti. Hann býst við fleiri útspilum eins og þessu frá Trump í framtíðinni. Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent