Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 15:32 Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun