Fylla í skörð reynslubolta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 13:57 Baldvin og Guðrún eru þegar tekin til starfa. Tækniskólinn Tækniskólinn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur sem tekið hafa til starfa. Guðrún Ýrr Tómasdóttir tekur við starfi skólastjóra Raftækniskólans og Baldvin Freysteinsson stöðu fjármálastjóra Tækniskólans. Þau taka bæði við af lykilstarfsmönnum sem hafa gegnt þessum stöðum frá stofnun Tækniskólans. Guðrún Ýrr tekur við af Valdemar Gísla Valdemarssyni sem hefur leitt skólann frá stofnun Tækniskólans árið 2008. Guðrún Ýrr er rafeindavirkjameistari en hún lauk iðnmeistaranámi frá Tækniskólanum árið 2018 og í framhaldinu námi til kennsluréttinda við Háskóla Íslands. Frá árinu 2020 hefur hún gegnt starfi brautarstjóra í rafiðngreinum samhliða kennslu. Hún hefur auk þess starfað töluvert fyrir ýmis félagasamtök, situr í stjórn kennara í rafiðngreinum og er í sveinsprófsnefnd rafeindavirkja. Áður en Guðrún hóf störf hjá Tækniskólanum starfaði hún í yfir tvo áratugi hjá fjölskyldufyrirtækinu Nortek þar sem hún sinnti meðal annars rekstri, verkefnastjórnun og markaðsmálum. „Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram frábært starf Raftækniskólans. Ég vil byggja á því öfluga starfi sem Valdemar hefur leitt og halda áfram að þróa tæknimenntun sem mætir þörfum nemenda og atvinnulífsins,“ segir Guðrún Ýrr. Baldvin fyrir Björgu Baldvin Freysteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Tækniskólans og tekur við af Björgu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir 17 ára farsælt starf hjá skólanum. Baldvin er löggiltur endurskoðandi með cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem yfirmaður fjármála hjá Verne Global síðan 2017 og þar áður gegnt störfum hjá Actavis og LazyTown. Hann hefur umfangsmikla reynslu af alþjóðlegum fjármálum, reikningsskilum, fjárhagsáætlunargerð og innleiðingu fjármálahugbúnaðar. Hann hefur einnig starfað sem endurskoðandi hjá KPMG og sinnt innri endurskoðun fyrir ýmis fjármálafyrirtæki. „Það gleður mig að ganga til liðs við Tækniskólann og taka þátt í áframhaldandi vexti og þróun hans. Ég legg áherslu á ábyrga og gagnsæja fjármálastjórn sem styður við markmið skólans til framtíðar,“ segir Baldvin.“ Tækniskólinn þakkar Valdemar Gísla og Björgu Jónsdóttur kærlega fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu skólans. Vistaskipti Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Guðrún Ýrr tekur við af Valdemar Gísla Valdemarssyni sem hefur leitt skólann frá stofnun Tækniskólans árið 2008. Guðrún Ýrr er rafeindavirkjameistari en hún lauk iðnmeistaranámi frá Tækniskólanum árið 2018 og í framhaldinu námi til kennsluréttinda við Háskóla Íslands. Frá árinu 2020 hefur hún gegnt starfi brautarstjóra í rafiðngreinum samhliða kennslu. Hún hefur auk þess starfað töluvert fyrir ýmis félagasamtök, situr í stjórn kennara í rafiðngreinum og er í sveinsprófsnefnd rafeindavirkja. Áður en Guðrún hóf störf hjá Tækniskólanum starfaði hún í yfir tvo áratugi hjá fjölskyldufyrirtækinu Nortek þar sem hún sinnti meðal annars rekstri, verkefnastjórnun og markaðsmálum. „Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram frábært starf Raftækniskólans. Ég vil byggja á því öfluga starfi sem Valdemar hefur leitt og halda áfram að þróa tæknimenntun sem mætir þörfum nemenda og atvinnulífsins,“ segir Guðrún Ýrr. Baldvin fyrir Björgu Baldvin Freysteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Tækniskólans og tekur við af Björgu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir 17 ára farsælt starf hjá skólanum. Baldvin er löggiltur endurskoðandi með cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem yfirmaður fjármála hjá Verne Global síðan 2017 og þar áður gegnt störfum hjá Actavis og LazyTown. Hann hefur umfangsmikla reynslu af alþjóðlegum fjármálum, reikningsskilum, fjárhagsáætlunargerð og innleiðingu fjármálahugbúnaðar. Hann hefur einnig starfað sem endurskoðandi hjá KPMG og sinnt innri endurskoðun fyrir ýmis fjármálafyrirtæki. „Það gleður mig að ganga til liðs við Tækniskólann og taka þátt í áframhaldandi vexti og þróun hans. Ég legg áherslu á ábyrga og gagnsæja fjármálastjórn sem styður við markmið skólans til framtíðar,“ segir Baldvin.“ Tækniskólinn þakkar Valdemar Gísla og Björgu Jónsdóttur kærlega fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu skólans.
Vistaskipti Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira