Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 14:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst þungum áhyggjum af meintri glæpaöldu í Washington eftir að ráðist var á fyrrverandi starfsmann D.O.G.E. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. „Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
„Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira