Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 11:01 Tindastóll tilkynnti um komu Ivan Gavrilovic í dag. @tindastollkarfa Serbneski kraftframherjinn Ivan Gavrilovic mun spila með Tindastól í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti