Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 00:05 Leiðtogarnir jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta og kváðust munu tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels. AP Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í. Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í.
Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent