Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 13:31 Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Hinsegin Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun