Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 12:02 Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun