Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2025 15:01 Adda og vinkonur hennar stukku upp úr sófanum og hlupu út eftir frægt sigurmark Macheda. Þær héldu áfram að hlaupa því þær þorðu ekki að horfa á lokasekúndur leiksins. Vísir/Getty Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009. United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira