Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 14:59 Umfangsmikil átök hafa um árabil komið verulega niður á óbreyttum borgurum í Súdan. EPA/SARA CRETA Súdanski herinn gerði á dögunum loftárás á flugvöll í Darfurhéraði sem beindist sérstaklega að herflugvél sem talið er að hafi verið í eigu herafla Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Flugvélinni var grandað og með henni fórust að minnsta kosti fjörutíu málaliðar frá Kólumbíu, sem furstadæmin eru sögð hafa ráðið til að styðja uppreisnarmenn í Súdan. Árásin er einnig sögð hafa grandað skotfærum og hergögnum sem furstadæmin voru að senda sveitum Rapid support forces, eða RSF. Þetta segja embættismenn og minnst einn ráðgjafi RSF í samtali við AP fréttaveituna. Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, segir að verið sé að kanna hve margir samlandar hans eru látnir og hvort hægt sé að flytja lík þeirra aftur heim, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Löng og grimmileg átök Stríðsástand hefur lengi ríkt í Súdan. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Sjá einnig: Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Furstadæmin styðja RSF RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ráðamenn þar hafa verið sakaðir um að styðja RSF á laun um árabil og flytja mikið magn vopn til uppreisnarmannanna, sem er bannað samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Furstadæmin eru sögðu hafa notað hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla fjármunum, vopnum og drónum, svo eitthvað sé nefnt, til RSF í Súdan. Þetta hafi verið staðfest af rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og þrátt fyrir það hafa yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aukið stuðning sinn við RSF. Meðal annars eru furstadæmin sögð hafa útvegað RSF stórskotaliðsvopn og flugskeyti til að skjóta niður flugvélar, þyrlur og dróna. Málaliðar víða um heim Uppgjafahermenn frá Kólumbíu hafa lengi starfað sem málaliðar víða um heim. Her Kólumbíu er sá næst stærsti í Suður-Ameríku og hefur um árabil barist gegn fíkniefnabarónunum og uppreisnarmönnum. Hermennirnir hafa því margir mikla reynslu af átökum. Um tíu þúsund kólumbískir hermenn hætta hjá hernum á ári hverju og um árabil hafa þeir starfað víða um heim sem málaliðar. Þeir hafa meðal annars starfað fyrir bandarísk málaliðafyrirtæki við að verja innviði í Írak og komið að því að þjálfa hermenn í öðrum ríkjum. Þá hafa kólumbískir hermenn barist gegn Hútum fyrir hönd ríkisstjórnar Jemen. Þá hafa þeir einnig barist með Úkraínumönnum og þá tóku kólumbískir málaliðar þátt á áhlaupi á heimili Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, þegar hann var myrtur. Þeir sögðust hafa verið plataðir til að taka þátt í áhlaupinu. Sjá einnig: „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Í skýrslu sem gerð var fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í apríl kom fram fréttaflutningur af kólumbískum málaliðum, sem hefðu verið ráðnir af öryggisfyrirtæki til að styðja RSF, hefði verið staðfestur. Ráðamenn í Kólumbíu hefðu beðist afsökunar og sagst ætla að reyna að koma sínu fólki heim. Hér að neðan má sjá frétt France24 um málaliðana í Súdan. Furstadæmin hafa einnig stutt við bakið á Khalifa Haftar, leiðtoga Líbíska þjóðarhersins (LNA) í Líbíu. Hann hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum og hefur hann einnig notið stuðnings Rússa í gegnum árin. Sjá einnig: Súdanar flýja undan sveitum Haftars Dagalo lýsti í apríl yfir stofnun eigin ríkisstjórnar. Sitja um síðustu borgina í Darfur Ríkisútvarp Súdan sagði frá því að flugvélinni sem árásin var gerð á hafi verið flogið frá herstöð við Persaflóa og að loftárás hafi verið gerð á hana við lendingu á Nyala-flugvelli í Darfur. Árásinni var lýst sem „skýrum skilaboðum“ um herta afstöðu gegn utanaðkomandi afskiptum í Súdan. Í svari við fyrirspurn AP fréttaveitunnar neitaði talsmaður utanríkisráðuneytis Sameinuðu arabísku furstadæmanna ásökunum sem tengjast flugvélinni og sagði þær ekki eiga við rök að styðjast. Hann sagði ásakanirnar lið í áróðursherferð ríkisstjórnar Súdan. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Leiðtogar RSF hafa lagt sérstaka áherslu á að ná öllu Darfur-héraði og tóku uppreisnarmennirnir flugvöllinn í fyrra. Síðan þá hefur stjórnarherinn ítrekað gert loftárásir á flugvöllinn. Ein stór borg í Darfur er enn undir stjórn hersins en uppreisnarmenn RSF hafa reynt að ná tökum á henni í meira en ár. Sú borg kallast el-Fasher og sitja uppreisnarmennirnir um hana og stjórna öllum leiðum frá henni. Hér má sjá frétt Reuters um ástandið í el-Fasher. Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Árásin er einnig sögð hafa grandað skotfærum og hergögnum sem furstadæmin voru að senda sveitum Rapid support forces, eða RSF. Þetta segja embættismenn og minnst einn ráðgjafi RSF í samtali við AP fréttaveituna. Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, segir að verið sé að kanna hve margir samlandar hans eru látnir og hvort hægt sé að flytja lík þeirra aftur heim, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Löng og grimmileg átök Stríðsástand hefur lengi ríkt í Súdan. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Sjá einnig: Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Furstadæmin styðja RSF RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ráðamenn þar hafa verið sakaðir um að styðja RSF á laun um árabil og flytja mikið magn vopn til uppreisnarmannanna, sem er bannað samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Furstadæmin eru sögðu hafa notað hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla fjármunum, vopnum og drónum, svo eitthvað sé nefnt, til RSF í Súdan. Þetta hafi verið staðfest af rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og þrátt fyrir það hafa yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aukið stuðning sinn við RSF. Meðal annars eru furstadæmin sögð hafa útvegað RSF stórskotaliðsvopn og flugskeyti til að skjóta niður flugvélar, þyrlur og dróna. Málaliðar víða um heim Uppgjafahermenn frá Kólumbíu hafa lengi starfað sem málaliðar víða um heim. Her Kólumbíu er sá næst stærsti í Suður-Ameríku og hefur um árabil barist gegn fíkniefnabarónunum og uppreisnarmönnum. Hermennirnir hafa því margir mikla reynslu af átökum. Um tíu þúsund kólumbískir hermenn hætta hjá hernum á ári hverju og um árabil hafa þeir starfað víða um heim sem málaliðar. Þeir hafa meðal annars starfað fyrir bandarísk málaliðafyrirtæki við að verja innviði í Írak og komið að því að þjálfa hermenn í öðrum ríkjum. Þá hafa kólumbískir hermenn barist gegn Hútum fyrir hönd ríkisstjórnar Jemen. Þá hafa þeir einnig barist með Úkraínumönnum og þá tóku kólumbískir málaliðar þátt á áhlaupi á heimili Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, þegar hann var myrtur. Þeir sögðust hafa verið plataðir til að taka þátt í áhlaupinu. Sjá einnig: „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Í skýrslu sem gerð var fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í apríl kom fram fréttaflutningur af kólumbískum málaliðum, sem hefðu verið ráðnir af öryggisfyrirtæki til að styðja RSF, hefði verið staðfestur. Ráðamenn í Kólumbíu hefðu beðist afsökunar og sagst ætla að reyna að koma sínu fólki heim. Hér að neðan má sjá frétt France24 um málaliðana í Súdan. Furstadæmin hafa einnig stutt við bakið á Khalifa Haftar, leiðtoga Líbíska þjóðarhersins (LNA) í Líbíu. Hann hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum og hefur hann einnig notið stuðnings Rússa í gegnum árin. Sjá einnig: Súdanar flýja undan sveitum Haftars Dagalo lýsti í apríl yfir stofnun eigin ríkisstjórnar. Sitja um síðustu borgina í Darfur Ríkisútvarp Súdan sagði frá því að flugvélinni sem árásin var gerð á hafi verið flogið frá herstöð við Persaflóa og að loftárás hafi verið gerð á hana við lendingu á Nyala-flugvelli í Darfur. Árásinni var lýst sem „skýrum skilaboðum“ um herta afstöðu gegn utanaðkomandi afskiptum í Súdan. Í svari við fyrirspurn AP fréttaveitunnar neitaði talsmaður utanríkisráðuneytis Sameinuðu arabísku furstadæmanna ásökunum sem tengjast flugvélinni og sagði þær ekki eiga við rök að styðjast. Hann sagði ásakanirnar lið í áróðursherferð ríkisstjórnar Súdan. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Leiðtogar RSF hafa lagt sérstaka áherslu á að ná öllu Darfur-héraði og tóku uppreisnarmennirnir flugvöllinn í fyrra. Síðan þá hefur stjórnarherinn ítrekað gert loftárásir á flugvöllinn. Ein stór borg í Darfur er enn undir stjórn hersins en uppreisnarmenn RSF hafa reynt að ná tökum á henni í meira en ár. Sú borg kallast el-Fasher og sitja uppreisnarmennirnir um hana og stjórna öllum leiðum frá henni. Hér má sjá frétt Reuters um ástandið í el-Fasher.
Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“