Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. ágúst 2025 13:31 Nýja Ölfusárbrúin eins og hún kemur til með að líta út. Ljósmynd: ÞG Verk. Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni. Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni.
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira