Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 18:51 Kristrún Frostadóttir segir tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart Íslandi vonbrigði. Stjórnvöld þrýsti á um fund sem fyrst. Enn sé óljóst hvort Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Vísir Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi. Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent