Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 11:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á þaki Hvíta hússins. Þaðan kallaði hann ítrekað til blaðamanna og reyndi að svara spurningum þeirra. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Blaðamenn vestanhafs urðu varir við að leyniskyttum fjölgaði á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar og voru því búnir að koma sér fyrir. Þegar Trump og starfsfólk hans gekk þar út kölluðu blaðamenn til hans: „Hvað ertu að gera á þakinu?“ Forsetinn kallaði til baka og sagðist vera í göngutúr. Það væri gott fyrir heilsuna. Nokkrir voru með honum á þaki vesturálmu Hvíta hússins og þar á meðal James McCrery, sem er arkitekt og mun stýra smíði nýs veislusalar við Hvíta húsið, sem á að kosta um tvö hundruð milljónir dala. Það samsvarar um 25 milljörðum króna. Á þessum tuttugu mínútum eða svo gekk Trump nokkrum sinnum í átt að blaðamönnunum til að heyra spurningar þeirra. Hann reyndi svo að svara þeim, bæði með því að kalla til þeirra og með tilraunum til táknmáls. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að leita „nýrra leiða til að eyja peningum mínum fyrir ríkið“ og sagðist hann svo ætla að byggja „kjarnorkueldflaugar“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur sett svip sinn á Hvíta húsið og til að mynda gert mikla breytingar á skrifstofu forsetans, með miklum gullskreytingum, og þá hefur hann látið koma fyrir stórum fánastöngum við húsið. Leyniskyttur fjölmenntu á þaki Hvíta hússins áður en Trump birtist þar í gær.AP/Evan Vucci Svaf á þakinu Samkvæmt AP þykir nokkuð sjaldgæft að sjá forseta Bandaríkjanna á þaki Hvíta hússins en það hefur gerst og að minnsta kosti einn hefur sofið þar. Jimmy Carter lét setja 32 sólarsellur á þak vesturálmunnar á áttunda áratugnum en Ronald Reagan lét fjarlægja þær þegar hann tók við embætti. Árið 1910 lét William Taft reisa fyrir sig lítinn garðskála á þakinu og svaf hann þar, vegna þess hve heitt var inn í húsinu. Trump hefur látið helluleggja stóran hluta rósagarðsins svokallaða.AP/Julia Demaree Nikhinson Rósagarðurinn í apríl 1992 á blaðamannafundi George H. W. Bush.AP/Doug Mills
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37 Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. 4. ágúst 2025 10:08
Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. 3. ágúst 2025 08:37
Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2. ágúst 2025 09:24
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent