Jorge Costa látinn Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 15:51 Costa í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sumarið 2004. Porto vann leikinn við Mónakó 3-0 og varð Evrópumeistari í fyrsta sinn. Mike Egerton/EMPICS via Getty Images Jorge Costa, fyrrum fyrirliði og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall. Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk. Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk.
Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira