Rauða ljósið mun blikka fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 5. ágúst 2025 15:20 Níu ára stúlka lést í fjörunni um helgina. Vísir/Vilhelm Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru, Ferðamálastofu, lögreglunni á Suðurlandi, SafeTravel og Björgunarsveitinni Víkverja eftir fund um öryggismál í fjörunni. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið var það fyrsta sem átti sér stað síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars upp ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Þegar banaslysið varð um helgina var ljósið gult, sem táknar „miðlungs hættu“. Einnig getur verið grænt ljós, sem táknar „litla hættu“, og rautt ljós, sem táknar „mikla hættu“. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.Aðsend „Ölduspárkerfi sem samanstendur af spákerfi vegagerðarinnar, öldudufli og löggæslumyndavélum þarf að þróast í samræmi við breytingar í náttúrunni t.d. sjávarstöðu, breidd fjöruborðs og hvort sjórinn sé að berja stuðlabergið. Hættustuðullinn verður aðlagaður þ.e. rauða ljósið kviknar fyrr,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. „Við rautt ljós mun verða lokað við útsýnisplani við fjörukamb. Það þýðir að óheimilt verður að fara niður að stuðlabergi og í Hálsanefshelli. Sett verður lokunarhlið á útsýnispallinn.“ Þá kemur fram að öryggishópur muni hittast reglulega og fara yfir stöðuna. „Í þessum hópi verða fulltrúar landeigenda, viðbragðsaðila, Ferðamálastofu og SafeTravel.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru, Ferðamálastofu, lögreglunni á Suðurlandi, SafeTravel og Björgunarsveitinni Víkverja eftir fund um öryggismál í fjörunni. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið var það fyrsta sem átti sér stað síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars upp ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Þegar banaslysið varð um helgina var ljósið gult, sem táknar „miðlungs hættu“. Einnig getur verið grænt ljós, sem táknar „litla hættu“, og rautt ljós, sem táknar „mikla hættu“. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.Aðsend „Ölduspárkerfi sem samanstendur af spákerfi vegagerðarinnar, öldudufli og löggæslumyndavélum þarf að þróast í samræmi við breytingar í náttúrunni t.d. sjávarstöðu, breidd fjöruborðs og hvort sjórinn sé að berja stuðlabergið. Hættustuðullinn verður aðlagaður þ.e. rauða ljósið kviknar fyrr,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. „Við rautt ljós mun verða lokað við útsýnisplani við fjörukamb. Það þýðir að óheimilt verður að fara niður að stuðlabergi og í Hálsanefshelli. Sett verður lokunarhlið á útsýnispallinn.“ Þá kemur fram að öryggishópur muni hittast reglulega og fara yfir stöðuna. „Í þessum hópi verða fulltrúar landeigenda, viðbragðsaðila, Ferðamálastofu og SafeTravel.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55
„Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38