Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 13:10 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist boða stefnubreytingu í útlendingamálum. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra segist vilja „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Nýjum reglum verði meðal annars ætlað að gera auknar kröfur til þeirra sem hingað koma á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfis, en ráðherra segir einnig mikilvægt að gera kröfu um að tekið sé á móti þeim sem hingað koma og ábyrgum hætti. Grein sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra skrifar á Vísi í morgun hefur vakið athygli en þar hún boðar stefnubreytingu í útlendingamálum. Hún vísar til greiningarvinnu á stöðu dvalarleyfa á Íslandi sem stendur yfir í ráðuneytinu. Hún segir fyrstu niðurstöður sláandi, en frá 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega fimmtíu þúsund. „Þessi fjölgun hefur verið ofboðslega kraftmikil og á mjög stuttum tíma. Við sjáum að hlutfallsleg fjölgun á Íslandi hún hefur verið fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og næstum fjórföld á við hin Norðurlöndin. Og tveir þriðju hlutar af fólksfjölgun á Íslandi hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Brugðist sé við ákalli kjósenda Hún segist hafa skynjað ákall um breytingar í síðustu kosningabaráttu í samtölum sínum við kjósendur. Við þessu hyggist hún bregðast. „Hvort sem ég var að tala við kennara sem lýstu því hversu erfitt það er að kenna hérna á suðvesturhorninu einfaldlega vegna þess að tungumálin í kennslustofunni eru mörg. Ég heyrði þetta frá heilbrigðisstarfsfólki, ég heyrði þetta frá lögreglumönnum og ég heyrði þetta frá almennum kjósendum. Og þá leggur þú auðvitað við hlustir. Það er ábyrgðarhlutverk hjá ráðherra sem meðtekur svona skilaboð að bregðast ekki við og nú er ég að gera það,” segir Þorbjörg. Stefna ríkisstjórnarinnar sé að samræma kerfið hér við Norðurlöndin, einkum með því að taka úr sambandi svokallaðar sér íslenskar reglur. „Það hef ég þegar gert með útlendingafrumvarpi og næsta skref hjá mér er þá að skoða þessi dvalarleyfi og mun á næstunni kynna reglubreytingar þar um og aðra gjaldskrá fyrir dvalarleyfi til að tempra þessa kraftmiklu fólksfjölgun hér á landi. Því hún hefur áhrif á innviði, hún hefur áhrif á velferð.“ „Það má kalla þessa stefnu harða innflytjendastefnu“ Líkt og fram kom í greininni vilji hún horfa til stefnu Noregs hvað varðar dvalarleyfi, en Norðmenn geri strangari kröfur um færni, menntun og vilja þeirra sem til landsins koma til að taka þátt í samfélaginu. „Þeir breyttu einfaldlega um kúrs og hugsuðu dvalarleyfiskerfið sitt út frá því, hvaða fólk er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Hver er þörfin og hvað viljum við. Það má kalla þessa stefnu harða innflytjendastefnu, en í reynd er verið að tala miklu frekar um stefnu sem byggir á því að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörg. Móttökurnar hafi ekki alltaf verið til sóma Það geti að mati Þorbjargar dregið úr spennu í samfélaginu að gera kröfur til fólks sem hingað kemur. Um leið þurfi að gera kröfur til Íslendinga um að hjálpa fólki við að aðlagast samfélaginu. „Þessi punktur er alveg jafn mikilvægur af því þessi kraftmikli fólksflutningur sem hefur verið hér á landi frá árinu 2017, hann hefur ekki falið í sér að móttökurnar hafi verið með þeim hætti að við sem samfélag getum endilega alltaf verið stolt. Við viljum sýna ábyrgð í útlendingamálum. Ábyrg um það hver fjöldinn er sem kemur til landsins og að við séum ábyrg í móttöku,” segir Þorbjörg. Getur þú nefnt dæmi um hvaða frekari kröfur um ræðir og hvaða hópur þetta er sem er að koma hingað núna sem myndi ekki standa undir slíkum kröfum? „Stóra svarið er kannski frekar það, að kerfið okkar er í samanburði við Norðurlöndin opnara hvað varðar dvalarleyfi en annars staðar. Það eru minni kröfur gerðar. Og eins og ég nefndi í greininni, það felur líka í sér hættur,“ svarar Þorbjörg. „Þegar að dvalarleyfi til dæmis á grundvelli atvinnu, við erum mjög opin um það hvað telst til dæmis að vera sérfræðingur á einhverju sviði, þá getur það gerst að fólk komi til landsins á veikum grundvelli, sé háð sínum atvinnurekanda og mér finnst nýleg og stærsta mansalsrannsókn Íslands benda til þess að það fólk sem hingað kom til lands á grundvelli dvalarleyfa hafi verið að koma til landsins á veikum forsendum og staðið mjög veikt í samfélaginu á grundvelli þessa. Það má líka horfa til námsmannaleyfa um það, hverjar eru kröfurnar um námsframvindu og námsárangur.“ Innflytjendamál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Grein sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra skrifar á Vísi í morgun hefur vakið athygli en þar hún boðar stefnubreytingu í útlendingamálum. Hún vísar til greiningarvinnu á stöðu dvalarleyfa á Íslandi sem stendur yfir í ráðuneytinu. Hún segir fyrstu niðurstöður sláandi, en frá 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega fimmtíu þúsund. „Þessi fjölgun hefur verið ofboðslega kraftmikil og á mjög stuttum tíma. Við sjáum að hlutfallsleg fjölgun á Íslandi hún hefur verið fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og næstum fjórföld á við hin Norðurlöndin. Og tveir þriðju hlutar af fólksfjölgun á Íslandi hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Brugðist sé við ákalli kjósenda Hún segist hafa skynjað ákall um breytingar í síðustu kosningabaráttu í samtölum sínum við kjósendur. Við þessu hyggist hún bregðast. „Hvort sem ég var að tala við kennara sem lýstu því hversu erfitt það er að kenna hérna á suðvesturhorninu einfaldlega vegna þess að tungumálin í kennslustofunni eru mörg. Ég heyrði þetta frá heilbrigðisstarfsfólki, ég heyrði þetta frá lögreglumönnum og ég heyrði þetta frá almennum kjósendum. Og þá leggur þú auðvitað við hlustir. Það er ábyrgðarhlutverk hjá ráðherra sem meðtekur svona skilaboð að bregðast ekki við og nú er ég að gera það,” segir Þorbjörg. Stefna ríkisstjórnarinnar sé að samræma kerfið hér við Norðurlöndin, einkum með því að taka úr sambandi svokallaðar sér íslenskar reglur. „Það hef ég þegar gert með útlendingafrumvarpi og næsta skref hjá mér er þá að skoða þessi dvalarleyfi og mun á næstunni kynna reglubreytingar þar um og aðra gjaldskrá fyrir dvalarleyfi til að tempra þessa kraftmiklu fólksfjölgun hér á landi. Því hún hefur áhrif á innviði, hún hefur áhrif á velferð.“ „Það má kalla þessa stefnu harða innflytjendastefnu“ Líkt og fram kom í greininni vilji hún horfa til stefnu Noregs hvað varðar dvalarleyfi, en Norðmenn geri strangari kröfur um færni, menntun og vilja þeirra sem til landsins koma til að taka þátt í samfélaginu. „Þeir breyttu einfaldlega um kúrs og hugsuðu dvalarleyfiskerfið sitt út frá því, hvaða fólk er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Hver er þörfin og hvað viljum við. Það má kalla þessa stefnu harða innflytjendastefnu, en í reynd er verið að tala miklu frekar um stefnu sem byggir á því að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörg. Móttökurnar hafi ekki alltaf verið til sóma Það geti að mati Þorbjargar dregið úr spennu í samfélaginu að gera kröfur til fólks sem hingað kemur. Um leið þurfi að gera kröfur til Íslendinga um að hjálpa fólki við að aðlagast samfélaginu. „Þessi punktur er alveg jafn mikilvægur af því þessi kraftmikli fólksflutningur sem hefur verið hér á landi frá árinu 2017, hann hefur ekki falið í sér að móttökurnar hafi verið með þeim hætti að við sem samfélag getum endilega alltaf verið stolt. Við viljum sýna ábyrgð í útlendingamálum. Ábyrg um það hver fjöldinn er sem kemur til landsins og að við séum ábyrg í móttöku,” segir Þorbjörg. Getur þú nefnt dæmi um hvaða frekari kröfur um ræðir og hvaða hópur þetta er sem er að koma hingað núna sem myndi ekki standa undir slíkum kröfum? „Stóra svarið er kannski frekar það, að kerfið okkar er í samanburði við Norðurlöndin opnara hvað varðar dvalarleyfi en annars staðar. Það eru minni kröfur gerðar. Og eins og ég nefndi í greininni, það felur líka í sér hættur,“ svarar Þorbjörg. „Þegar að dvalarleyfi til dæmis á grundvelli atvinnu, við erum mjög opin um það hvað telst til dæmis að vera sérfræðingur á einhverju sviði, þá getur það gerst að fólk komi til landsins á veikum grundvelli, sé háð sínum atvinnurekanda og mér finnst nýleg og stærsta mansalsrannsókn Íslands benda til þess að það fólk sem hingað kom til lands á grundvelli dvalarleyfa hafi verið að koma til landsins á veikum forsendum og staðið mjög veikt í samfélaginu á grundvelli þessa. Það má líka horfa til námsmannaleyfa um það, hverjar eru kröfurnar um námsframvindu og námsárangur.“
Innflytjendamál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira