Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:02 Lögreglan í Vestmannaeyjum og á Akureyri segir að þrátt fyrir að erilsamt hafi verið um verslunarmannahelgina hafi helgin verið sambærileg eða jafnvel rólegri en fyrri hátíðir. Veður spilaði stóran þátt á báðum stöðum. Vísir Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“ Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“
Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira