Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:02 Lögreglan í Vestmannaeyjum og á Akureyri segir að þrátt fyrir að erilsamt hafi verið um verslunarmannahelgina hafi helgin verið sambærileg eða jafnvel rólegri en fyrri hátíðir. Veður spilaði stóran þátt á báðum stöðum. Vísir Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“ Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“
Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira