„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2025 19:22 Mörður hefur verulegar áhyggjur af því að gögn íslenska ríkissins séu geymd í skýjaþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. „Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“ Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“
Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira