Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 09:05 Hressir Íslendingar á hátíðinni í Gimli í Kanada. Aðsend Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga. Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst. Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst.
Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira