Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 12:17 Sean „Diddy“ Combs, Donald Trump og Melania Trump á góðri stundu fyrir tuttugu árum síðan. Getty Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“ Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“
Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48
Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00