Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 08:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Luis M. Alvarez Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira