Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 21:57 Hamas birti í dag tvö myndskeið af Evyatar David, ísraelskum gísl. Skjáskot „Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa. Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa birt tvö myndskeið af David eftir að Steve Witkoff, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna, hitti fjölskyldur gíslanna í þessari viku. Hinn 24 ára gamli Ísraelsmaður er greinilega beinaber í myndbandinu þar sem sést í herðablöðin standa út úr bakinu á honum. Þar segist hann ekki hafa borðað í þrjá daga. Í myndböndunum virðist hann vera að grafa sína eigin gröf. David vann á veitingastað samkvæmt myndbandi sem Labour Friends of Israel birti, áður en honum var rænt á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023, þegar Hamas-liðar drápu um tólf hundruð Ísraelsmenn og tóku um 250 manns í gíslingu. Síðan þá hefur David verið í haldi á Gasaströndinni, þar sem Ísraelsmenn hafa banað ríflega sextíu þúsund manns og hungursneyð vofir yfir. Myndböndin benda til þess að Ísraelsmanninum sé haldið í dimmum jarðgöngum undir Gasa og lifi af á lítilli sem engri fæðu, í raun aðeins skammti af baunum og linsubaunum. Afar takmarkað magn hjálpargagna hafa borist síðustu vikur eftir að Ísraelsmenn lokuðu fyrir fluttning þeirra á svæðið. „Það er ekki nægur matur. Ég fæ varla drykkjarvatn,“ segir hann samkvæmt enskum texta undir myndskeiðinu. Myndbandið sýnir hann tala um það sem hann borðaði í júlí, sem hefur verið skráð á heimagert dagatal sem hangir á hlið neðanjarðarganganna þar sem hann virðist látinn dvelja. David segir enn fremur, samkvæmt textasetningunni: „Þeir gefa mér það sem þeir geta fengið.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa birt tvö myndskeið af David eftir að Steve Witkoff, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna, hitti fjölskyldur gíslanna í þessari viku. Hinn 24 ára gamli Ísraelsmaður er greinilega beinaber í myndbandinu þar sem sést í herðablöðin standa út úr bakinu á honum. Þar segist hann ekki hafa borðað í þrjá daga. Í myndböndunum virðist hann vera að grafa sína eigin gröf. David vann á veitingastað samkvæmt myndbandi sem Labour Friends of Israel birti, áður en honum var rænt á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023, þegar Hamas-liðar drápu um tólf hundruð Ísraelsmenn og tóku um 250 manns í gíslingu. Síðan þá hefur David verið í haldi á Gasaströndinni, þar sem Ísraelsmenn hafa banað ríflega sextíu þúsund manns og hungursneyð vofir yfir. Myndböndin benda til þess að Ísraelsmanninum sé haldið í dimmum jarðgöngum undir Gasa og lifi af á lítilli sem engri fæðu, í raun aðeins skammti af baunum og linsubaunum. Afar takmarkað magn hjálpargagna hafa borist síðustu vikur eftir að Ísraelsmenn lokuðu fyrir fluttning þeirra á svæðið. „Það er ekki nægur matur. Ég fæ varla drykkjarvatn,“ segir hann samkvæmt enskum texta undir myndskeiðinu. Myndbandið sýnir hann tala um það sem hann borðaði í júlí, sem hefur verið skráð á heimagert dagatal sem hangir á hlið neðanjarðarganganna þar sem hann virðist látinn dvelja. David segir enn fremur, samkvæmt textasetningunni: „Þeir gefa mér það sem þeir geta fengið.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira