Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 23:00 Þóra sagði að það væri löngu búið að semja við alla landeigendur á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir landeigandi. Samsett mynd Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13