Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 21:00 Húsmæður Vestmanneyja komu til hjálpar þegar þjóðhátíðargestir í Herjólfshöll sátu uppi með blautt dót. Sumir gestir létu þó netin í fótboltamörkunum duga. Visir/Viktor Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02