Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 21:00 Húsmæður Vestmanneyja komu til hjálpar þegar þjóðhátíðargestir í Herjólfshöll sátu uppi með blautt dót. Sumir gestir létu þó netin í fótboltamörkunum duga. Visir/Viktor Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02