„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 10:03 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir skipuleggjendur nú meta aðstæður og umfang skemmda. Vísir/Viktor Freyr Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira