Læti í miðbænum og í veðrinu Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 08:06 Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Sammi Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu. Sérstaklega mikið virðist hafa verið um að gera á lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæinn, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Tveir voru handteknir eftir að tilkynnt var að þeir væru að stela á hóteli í Reykjavík. Þeir voru mikið ölvaðir, samkvæmt dagbók lögreglunnar, og handteknir í kjölfarið. Í öðru tilfelli barst tilkynning um mann sem lét illa í sameign húss og olli þar skemmdum. Hann var einnig handtekinn. Lögreglunni barst einnig tilkynning um hóp manna með ólæti á skemmtistað í miðbænum, um fáklæddan mann að bera sig á almannafæri, um kerru sem fauk á bíl, skilti sem var að fjúka, mann sem datt og hlaut skurð á höfði, ölvaða og illa áttaða konu og um mann sem féll af hlaupahjóli. Einnig var tilkynnt um mann sem olli skemmdum á skemmtistað en hann var mikið ölvaður og vistaður í fangaklefa. Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð vegna ofurölvi stúlku og tilkynnt var um innbrot í heimahús. Tvær tilkynningar bárust til lögreglunnar í nótt um að þakplötur væru að fjúka af húsum. Einnig barst tilkynning um grindverk sem var að fjúka og vinnupalla. Þá kviknaði eldur í einum bíl. Einn maður var handtekinn eftir að hann hafði ekið út af veginum og ekið niður ljósastaur. Sá reyndist undir áhrifum áfengis. Annar var kærður fyrir að aka á gangstétt. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Sérstaklega mikið virðist hafa verið um að gera á lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæinn, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Tveir voru handteknir eftir að tilkynnt var að þeir væru að stela á hóteli í Reykjavík. Þeir voru mikið ölvaðir, samkvæmt dagbók lögreglunnar, og handteknir í kjölfarið. Í öðru tilfelli barst tilkynning um mann sem lét illa í sameign húss og olli þar skemmdum. Hann var einnig handtekinn. Lögreglunni barst einnig tilkynning um hóp manna með ólæti á skemmtistað í miðbænum, um fáklæddan mann að bera sig á almannafæri, um kerru sem fauk á bíl, skilti sem var að fjúka, mann sem datt og hlaut skurð á höfði, ölvaða og illa áttaða konu og um mann sem féll af hlaupahjóli. Einnig var tilkynnt um mann sem olli skemmdum á skemmtistað en hann var mikið ölvaður og vistaður í fangaklefa. Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð vegna ofurölvi stúlku og tilkynnt var um innbrot í heimahús. Tvær tilkynningar bárust til lögreglunnar í nótt um að þakplötur væru að fjúka af húsum. Einnig barst tilkynning um grindverk sem var að fjúka og vinnupalla. Þá kviknaði eldur í einum bíl. Einn maður var handtekinn eftir að hann hafði ekið út af veginum og ekið niður ljósastaur. Sá reyndist undir áhrifum áfengis. Annar var kærður fyrir að aka á gangstétt.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira