„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 20:13 Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“ Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05