„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 20:13 Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“ Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05