Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 19:47 Mættur til Wales. Wrexham Conor Coady er genginn til liðs við Wrexham í ensku B-deildinni. Miðvörðurinn er fyrrverandi landsliðsmaður Englands og á að baki 198 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Wrexham hefur verið duglegt á markaðinum í sumar og er hvergi nærri hætt. Wrexham er snúið aftur í ensku B-deildina eftir 43 ára hlé. Liðið hefur verið átt ótrúlegu gengi að fagna síðan leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið fyrir nokkrum árum. Liðið hefur farið upp um deild undanfarin þrjú ár og hefur sett stefnuna á ensku úrvalsdeildina. Wrexham hefur látið til sín taka í sumar er Coady sjöundi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig. Hinir sex eru: Miðjumaðurinn Lewis O‘Brien kom frá Nottingham Forest og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu Wrexham. Vinstri bakvörðurinn Liberato Cacace kom frá Empoli skömmu áður og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Miðjumaðurinn George Thompson kom frá Bolton Wanderers. Framherjinn Ryan Hardie kom frá Plymouth Argyle. Markvörðurinn Danny Ward kom á frjálsri sölu. Sóknartengiliðurinn Josh Windass kom á frjálsri sölu. Hinn 32 ára gamli Coady skrifar undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Hann kemur frá Leicester City. sem leikur einnig í ensku B-deildinni á komandi leiktíð og er sagður kosta tvær milljónir punda – 329 milljónir íslenskra króna. „Ég er himinlifandi. Þetta er sérstakur dagur,“ sagði Coady við undirskriftina. Hann á að baki 10 A-landsleiki fyrir England og var hluti af enska landsliðinu á EM 2020 og HM 2022. Premier League and international experience in abundance 🫡Find out more about our seventh signing of the summer window 👇🔴⚪ #WxmAFC— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 1, 2025 Wrexham virðist þó rétt að byrja og er tilbúið að eyða enn meiri peningum. Félagið er orðað við Kieffer Moore, landsliðsframherja Wales, og Nathan Broadhead. Sá síðarnefndi er leikmaður Ipswich Town. Hann er sagður kosta 7.5 milljónir punda eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Hann yrði því langdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Wrexham er snúið aftur í ensku B-deildina eftir 43 ára hlé. Liðið hefur verið átt ótrúlegu gengi að fagna síðan leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið fyrir nokkrum árum. Liðið hefur farið upp um deild undanfarin þrjú ár og hefur sett stefnuna á ensku úrvalsdeildina. Wrexham hefur látið til sín taka í sumar er Coady sjöundi leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig. Hinir sex eru: Miðjumaðurinn Lewis O‘Brien kom frá Nottingham Forest og varð um leið dýrasti leikmaður í sögu Wrexham. Vinstri bakvörðurinn Liberato Cacace kom frá Empoli skömmu áður og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Miðjumaðurinn George Thompson kom frá Bolton Wanderers. Framherjinn Ryan Hardie kom frá Plymouth Argyle. Markvörðurinn Danny Ward kom á frjálsri sölu. Sóknartengiliðurinn Josh Windass kom á frjálsri sölu. Hinn 32 ára gamli Coady skrifar undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Hann kemur frá Leicester City. sem leikur einnig í ensku B-deildinni á komandi leiktíð og er sagður kosta tvær milljónir punda – 329 milljónir íslenskra króna. „Ég er himinlifandi. Þetta er sérstakur dagur,“ sagði Coady við undirskriftina. Hann á að baki 10 A-landsleiki fyrir England og var hluti af enska landsliðinu á EM 2020 og HM 2022. Premier League and international experience in abundance 🫡Find out more about our seventh signing of the summer window 👇🔴⚪ #WxmAFC— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 1, 2025 Wrexham virðist þó rétt að byrja og er tilbúið að eyða enn meiri peningum. Félagið er orðað við Kieffer Moore, landsliðsframherja Wales, og Nathan Broadhead. Sá síðarnefndi er leikmaður Ipswich Town. Hann er sagður kosta 7.5 milljónir punda eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Hann yrði því langdýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira