Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 17:54 Maðurinn ók eins og brjálæðingur um Keflavíkurflugvöll og Reykjanesbraut en lögregla gat ekki sannað að hann væri svo veikur að geði að það þyrfti að vista hann lengur í varðhaldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus. Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus.
Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira