„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:05 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira