Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júlí 2025 20:04 Baldur Eiðsson, ferðaþjónustubóndi er viss um að vélina eigi eftir að slá í gegn hjá ferðamönnum, sem koma í Lindartún. Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendir ferðamenn, sem heimsækja Íslands heillast margir af gömlum flugvélum og eftir því sem þær eru verr farnar virðast þeir vera hrifnari eins og sést á aðsókn að flugvélaflakinu á Sólheimasandi. Nú hefur bóndi í Landeyjum komið sér upp Rússnesku hermanna flugvélaflaki á sinni jörð i þeirri von að ferðamenn flykkist líka til hans. Á bænum Lindartúni í Vestur Landeyjum er rekin ferðaþjónusta þar sem ferðamenn eru duglegir að koma í heimsókn og njóta þess, sem Landeyjarnir hafa uppá að bjóða og hestarnir á bænum vekja líka alltaf mikla hrifningu fólksins. Nýjasta á bænum er flugvélarflak, sem var nýlega flutt þangað en Gísli Daníel Reynisson í Vík í Mýrdal átti flugvélina en hún var flutt til landsins fyrir nokkrum árum til að nota í upptöku á bíómynd. „Já, það er loksins komin flugvöllur í Lindartún.Vélin var notuð og grafin í jökul í Napóleonsskjölunum kvikmyndinni og er rússnesk herflugvél. Þetta er stórmerkilegt bara að geta komist inn í þetta og sjá þetta allt saman.Ég held að þetta virki bara allt enn þá,“ segir Baldur Eiðsson, ferðaþjónustubóndi í Lindartúni og eigandi „nýju“ flugvélarinnar. Flugvélaflakið í Lindartúni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Baldur er mjög montinn af flugvélinni og er alveg viss um að hún eigi eftir að slá í gegn á bænum. „Þetta verður fyrir ferðaþjónustu fyrir gistihúsið í Lindartúni, fyrir gestina að skoða. Það eru allir mjög spenntir og ég veit að það verður rosalega gaman af þessu,“ bætir Baldur við. Séð inn í vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu flugvélakarl sjálfur eða hvað? „Já, svona svolítið. Ég er að bíða eftir þyrlunni, ég tek þyrlu næst,“ segir hann hlæjandi. Gísli Daníel Reynisson í Vík í Mýrdal átti flugvélina (t.v.) en Baldur og fjölskyldan í Lindartúni í Vestur Landeyjum eiga hana núna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Ferðaþjónusta Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Á bænum Lindartúni í Vestur Landeyjum er rekin ferðaþjónusta þar sem ferðamenn eru duglegir að koma í heimsókn og njóta þess, sem Landeyjarnir hafa uppá að bjóða og hestarnir á bænum vekja líka alltaf mikla hrifningu fólksins. Nýjasta á bænum er flugvélarflak, sem var nýlega flutt þangað en Gísli Daníel Reynisson í Vík í Mýrdal átti flugvélina en hún var flutt til landsins fyrir nokkrum árum til að nota í upptöku á bíómynd. „Já, það er loksins komin flugvöllur í Lindartún.Vélin var notuð og grafin í jökul í Napóleonsskjölunum kvikmyndinni og er rússnesk herflugvél. Þetta er stórmerkilegt bara að geta komist inn í þetta og sjá þetta allt saman.Ég held að þetta virki bara allt enn þá,“ segir Baldur Eiðsson, ferðaþjónustubóndi í Lindartúni og eigandi „nýju“ flugvélarinnar. Flugvélaflakið í Lindartúni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Baldur er mjög montinn af flugvélinni og er alveg viss um að hún eigi eftir að slá í gegn á bænum. „Þetta verður fyrir ferðaþjónustu fyrir gistihúsið í Lindartúni, fyrir gestina að skoða. Það eru allir mjög spenntir og ég veit að það verður rosalega gaman af þessu,“ bætir Baldur við. Séð inn í vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu flugvélakarl sjálfur eða hvað? „Já, svona svolítið. Ég er að bíða eftir þyrlunni, ég tek þyrlu næst,“ segir hann hlæjandi. Gísli Daníel Reynisson í Vík í Mýrdal átti flugvélina (t.v.) en Baldur og fjölskyldan í Lindartúni í Vestur Landeyjum eiga hana núna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Ferðaþjónusta Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira