Fótbolti

Þrettán ís­lenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bríet Bragadóttir kemur að tveimur leikjum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, fyrst sem varadómari og svo sem aðaldómari.
Bríet Bragadóttir kemur að tveimur leikjum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, fyrst sem varadómari og svo sem aðaldómari. Vísir/Vilhelm

Það er nóg að gera hjá íslenskum knattspyrnudómurum á alþjóðlegum vettvangi í þessari viku en Ísland á dómara í bæði Meistaradeild kvenna og Sambandsdeild Evrópu hjá körlunum. 

Alls eru þrettán dómarar frá Íslandi að dæmi í Evrópukeppni annað hvort í kvöld, á morgun eða á laugardaginn. Knattspyrnusamband Ísland segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Bríet Bragadóttir kemur til með að dæma tvo leiki í riðli í Meistaradeild kvenna. Bríet er fjórði dómari í viðureign Cardiff City FC og Athlone Town AFC sem fer fram í kvöld miðvikudaginn 30. júlí. Bríet er svo aðaldómari laugardaginn 2. ágúst í viðureign Agram frá Króatíu en þeir mæta sigurvegara fyrri leiksins. Báðir leikirnir fara fram á Athlone Stadium í Írlandi.

Íslenskir dómarar munu dæma viðureign hollenska liðsins AZ Alkmaar og finnska liðsins Ilves Tampere á fimmtudag í Sambandsdeild Evrópu. Liðin mætast á Alkmaar-leikvanginum í Hollandi. Ívar Orri Kristjánsson er dómari. Birkir Sigurðarson og Ragnar Þór Bender eru aðstoðardómarar og Þórður Þ. Þórðarson varadómari.

Íslenskur dómarakvartett verður á Sambandsdeildarviðureign FC UNA Strassen frá Lúxemborg og skoska liðsins Dundee United á fimmtudag. Leikurinn fer fram á Differdange-leikvanginum í Lúxemborg. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn. Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs eru aðstoðardómarar og Gunnar Oddur Hafliðason varadómari.

Íslenskir dómarar verða líka á leik sænska liðsins AIK og Paide Linnameeskond frá Eistlandi í Sambandsdeildinni á fimmtudag. Liðin mætast á Solna-leikvanginum í Stokkhólmi. Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn en þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson eru aðstoðardómarar. Varadómari er Jóhann Ingi Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×