Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2025 14:01 Anna Svandís í garðinum á Drangsnesi sem vekur verðskuldaða eftirtekt. Vísir/KTD Hjón á Drangsnesi taka því fagnandi þegar ferðamenn birtast í garðinum þeirra til að dást að listaverkum. Þau lýsa lífinu á Drangsnesi sem ljúfu og ekkert svo langt að skreppa suður til Reykjavíkur sé tilefni til. Ferðafólk á Ströndum stoppar margt hvert í versluninni í Drangsnesi en það eru ekki síður margir sem kíkja hér yfir götuna og dást að einum fallegasta garði landsins. Garðurinn er þrjátíu ára verkefni hjónanna Birgis Karls Guðmundssonar og Önnu Svandísar Gunnarsdóttur. „Það er svo erfitt að fá tré til að vaxa hérna, þess vegna hirtum við bara grjót og kúlur,“ segir Anna og gerir ekki mikið úr öllu saman. Þau lögðu einfaldlega möl í garðinn sem hefur síðan orðið eitt helsta flaggskip bæjarins. Bubbi bróðir Svandísar á heiðurinn að listaverkum sem hann skar út á bryggjuhátíð bæjarins í gegnum árin. Auk þeirra má finna ýmsa skrautsteina, skeljar, fjörugrjót, rekavið og ýmsa gamla bátshluti. Jafnvel fallega steina sem fluttir voru vestur alla leið frá Stöðvarfirði. Mörg hundruð kílómetra bíltúr úr steinabænum austur á fjörðum. Það sem vekur mesta athygli ferðalanga er lítið steinaþorp í garðinum þar sem Anna hefur málað kirkju, hús og íbúa. Í klettunum fyrir ofan þorpið eru svo dvergar sem vaka yfir öllu saman. Ferðafólk bankar stundum upp á til að forvitnast um garðinn. „Já já, það spyr okkur stundum en stundum labbar það að gamni sínu og við erum ekkert að neita því. Það má alveg fara ef það vill.“ Fyrir veturinn safna hjónin skrautinu saman og geyma ýmist í kjallaranum eða geymsluskúr sem Birgir byggð. Hann er heimamaður í húð og hár og nældi í Önnu sína á Þórskaffi á síðustu öld. Reykvíking sem sökum ástarinnar hefur búið á Drangsnesi í 37 ár. „Veturinn hefur ekki verið svo harður undanfarin ár. Það er allt í lagi. Maður venst þessu. Þó maður sé fæddur og uppalinn í Reykjavík. Svo er ekkert svo langt að fara suður til Reykjavíkur. Við skreppum þangað oft.“ Kaldrananeshreppur Ferðaþjónusta Styttur og útilistaverk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira
Ferðafólk á Ströndum stoppar margt hvert í versluninni í Drangsnesi en það eru ekki síður margir sem kíkja hér yfir götuna og dást að einum fallegasta garði landsins. Garðurinn er þrjátíu ára verkefni hjónanna Birgis Karls Guðmundssonar og Önnu Svandísar Gunnarsdóttur. „Það er svo erfitt að fá tré til að vaxa hérna, þess vegna hirtum við bara grjót og kúlur,“ segir Anna og gerir ekki mikið úr öllu saman. Þau lögðu einfaldlega möl í garðinn sem hefur síðan orðið eitt helsta flaggskip bæjarins. Bubbi bróðir Svandísar á heiðurinn að listaverkum sem hann skar út á bryggjuhátíð bæjarins í gegnum árin. Auk þeirra má finna ýmsa skrautsteina, skeljar, fjörugrjót, rekavið og ýmsa gamla bátshluti. Jafnvel fallega steina sem fluttir voru vestur alla leið frá Stöðvarfirði. Mörg hundruð kílómetra bíltúr úr steinabænum austur á fjörðum. Það sem vekur mesta athygli ferðalanga er lítið steinaþorp í garðinum þar sem Anna hefur málað kirkju, hús og íbúa. Í klettunum fyrir ofan þorpið eru svo dvergar sem vaka yfir öllu saman. Ferðafólk bankar stundum upp á til að forvitnast um garðinn. „Já já, það spyr okkur stundum en stundum labbar það að gamni sínu og við erum ekkert að neita því. Það má alveg fara ef það vill.“ Fyrir veturinn safna hjónin skrautinu saman og geyma ýmist í kjallaranum eða geymsluskúr sem Birgir byggð. Hann er heimamaður í húð og hár og nældi í Önnu sína á Þórskaffi á síðustu öld. Reykvíking sem sökum ástarinnar hefur búið á Drangsnesi í 37 ár. „Veturinn hefur ekki verið svo harður undanfarin ár. Það er allt í lagi. Maður venst þessu. Þó maður sé fæddur og uppalinn í Reykjavík. Svo er ekkert svo langt að fara suður til Reykjavíkur. Við skreppum þangað oft.“
Kaldrananeshreppur Ferðaþjónusta Styttur og útilistaverk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira